Kaupskilmálar og skilyrði:

Ferlið við kaup á þjónustu hjá IOPT á Íslandi, hér eftir einnig nefnt fyrirtækið, er einfalt, öruggt og laust við óþægilegar óvæntar uppákomur. Hér að neðan finnur þú heildarskilmála kaupanna.

Geymsla og notkun persónuupplýsinga byggir á persónuverndarstefnunni.

Við kaup af vörum/þjónustu frá heimasíðunni www.iopt.is gefur þú samþykki fyrir því að nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang séu skráð til að auðvelda umsjón með innkaupum og viðeigandi upplýsingagjöf í tengslum við kaupin. 

Kortagreiðsla
Við tökum við Visa og MasterCard í gegnum samstarfsaðila okkar Stripe. Öll viðskipti eru send dulkóðuð í gegnum SSL (Secure Sockets Layer) og eru 100% örugg. Ekki er tekið aukagjald fyrir kortagreiðslu. Ef ekki fæst heimild fyrir greiðslu af korti færðu sendan reikning. Verði greiðsla ekki innt af hendi verður krafan innheimt í samræmi við gildandi lög.

Riftun
Við kaup á þjónustu gilda lög um riftun samninga. Þegar þátttakandi hefur fengið aðgang að prógramminu og þjónustan þar með afhent, fellur rétturinn til riftunar niður. Greidd upphæð samkvæmt samningi, fæst ekki endurgreidd eftir að aðgangur hefur verið veittur. Með því að samþykkja þessa skilmála samþykkir þátttakandi að réttur til riftunar gildir ekki eftir að aðgangur er veittur að prógrammi/þjónustu.  

Afhending
Þátttakandi fær afhentan aðgang að námskeiðum og annarri þjónustu eigi síðar en 48 tímum eftir greiðslu nema um annað sé samið. 

Sala til þeirra sem eru undir 18 ára
Ef þú ert yngri en 18 ára þarftu að hafa leyfi frá forráðamanni til að bóka námskeið/þjónustu hjá okkur. 

Höfundarréttur
Höfundarréttur © tilheyrir IOPT á Íslandi. Allur réttur áskilinn. Það er stranglega bannað að afrita, dreifa, birta eða breyta sérhverju efni sem er að finna á vefsíðu og gáttum fyrirtækisins.

Skilyrði fyrir notkun á efni námskeiðs/þjónustugáttar
Þú kaupir aðgang að efni gáttarinnar yfir ákveðið tímabil. Innihald gáttarinnar er verndað af höfundarrétti. Námskeiðsgögn eru eingöngu til persónulegrar notkunar sem ekki er í viðskiptalegum tilgangi. 

Kaupandi þjónustunnar hefur ekki heimild til að nota efni sem er tiltækt á síðum fyrirtækisins á nokkurn hátt sem felur í sér brot á réttindum fyrirtækisins, eða á nokkurn hátt sem ekki hefur verið heimilað af fyrirtækinu. Þú mátt ekki breyta, afrita, endurskapa, birta, hlaða upp, deila, senda, þýða, selja, búa til afleidd verk eða dreifa á nokkurn hátt eða á nokkrum miðli (þar á meðal tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti) neinu af efni námskeiðanna. Að afrita, deila eða hlaða upp skjölum til að deila á vefsíðum telst stuldur og verður tilkynnt að því marki sem lög leyfa.

Hins vegar geturðu hlaðið niður og/eða prentað eintak af tilteknum síðum síðunnar til persónulegra nota, að því tilskildu að höfundarréttur og annar eignarréttur haldist.

Fyrirtækið býður upp á einstaklings- og hópnámskeið. Við skráningu færðu notendanafn og lykilorð og þinn eigin aðgang í námskeiðsgáttinni. Ef óskað er eftir því að skrá fleiri aðila er litið á hvern og einn sem sér aðila og greiða verður sérstaklega fyrir hvern aðgang.

Trúnaður
Við virðum friðhelgi þína og förum fram á að þú virðir friðhelgi og einkalíf annarra þátttakenda, s.s. ef unnið er í hópum, verkefni í lokuðum hópum og upplýsingar fengnar úr hópum á samfélagsmiðlum o.s.frv. Hér er því um gagnkvæmt samkomulag um þagnarskyldu og trúnað að ræða. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Með kaupum á þjónustunni samþykkir þú að virða sömu réttindi annarra þátttakenda í þjónustu hjá IOPT á Íslandi.

Þér er frjálst að ræða persónulega reynslu þína af meðferð eða námskeiði hjá okkur en öll reynsla og yfirlýsingar, munnlegar eða skriflegar, frá öðrum þátttakendum eða leiðbeinendum verður hins vegar að vera algjört trúnaðarmál.

Öryggi og persónuvernd
Við notum SSL (Secure Socket Layer), sem þýðir að allar bókanir/pantanir eru dulkóðaðar, þ.e.a.s. algjörlega öruggar. Fyrirtækið ábyrgist að gefa aldrei upp persónuupplýsingar þínar eða netfang til þriðja aðila, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi, t.d. að lögregla eða ríkissaksóknari óski eftir upplýsingum. Þú átt rétt á að fá upplýsingarnar sem við höfum skráð um þig og ef þú telur að þær séu rangar eða ónauðsynlegar geturðu óskað eftir leiðréttingu eða að gögnin verði fjarlægð úr viðskiptavinaskrá okkar. Hafðu samband við okkur með tölvupósti ef þetta á við: [email protected] 

Takmörkun ábyrgðar
Námskeiðið/prógrammið sem er í boði kemur ekki í stað hvers konar læknismeðferðar og þú verður að hafa samband við lækninn þinn eða annað heilbrigðisstarfsfólk ef þú þarft læknismeðferð eða vilt breyta þeirri læknismeðferð sem þú ert í. Við hvetjum þig því til að hætta ekki í núverandi læknismeðferð eða láta vera að hefja meðferð sem læknir hefur sett af stað, þó þú skráir þig á námskeið eða prógram hjá IOPT á Íslandi. Ef þú velur samt sem áður að gera það, hafnar fyrirtækið ábyrgð á þessu og mögulegum afleiðingum sem þetta getur haft í för með sér.

Við höfnum öllum fjárhagslegum kröfum sem tengjast vefsíðu okkar, myndböndum, fréttabréfum, stafrænni gátt, hópum eða öðru efni. Við höfum gert allt sem við getum til að tryggja að efnið sé í háum gæðaflokki. Með því að kaupa vöruna samþykkir þú að þú berð fulla ábyrgð á þinni eigin framvindu og árangri af þátttöku í prógramminu. Við getum ekki tekið ábyrgð á þinni framvindu eða árangri. Þú berð sjálf/ur/t ábyrgð á gjörðum þínum og árangur þinn veltur á persónulegum þáttum, s.s hæfni, þekkingu, getu og skuldbindingu svo eitthvað sé nefnt.

Afbókun og frestun
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum vegna ástæðna sem við höfum ekki stjórn á. Komi til þess verður námskeiðsgjaldið endurgreitt. Ef námskeið fellur niður vegna forfalla hjá fyrirtækinu verður þátttakanda boðin þátttaka síðar.

Takmörkun og ábyrgð
Með kaupum á þjónustunni samþykkir þú að þú notir þjónustu fyrirtækisins á eigin ábyrgð. Þú fríar fyrirtækið og starfsmenn þess, samstarfsaðila og starfsmenn samstarfsaðila undan ábyrgð á hverju mögulegu tjóni sem kann að verða og mögulegum kröfum sem upp kunna að koma í tengslum við samninga milli aðila. Þú samþykkir alla hugsanlega áhættu, fyrirsjáanlega eða ófyrirsjáanlega.

Enginn opinber rógburður
Komi upp ágreiningur milli þín og fyrirtækisins, samþykkir þú að eini vettvangurinn til að leysa slíkan ágreining sé með samskiptum milli þín og fyrirtækisins. Þú samþykkir að þú munir ekki taka þátt í opinberum rógburði af nokkru tagi um fyrirtækið.

Samningurinn
Samningur þessi er ekki framseljanlegur.

Uppsögn
Við kaup á þjónustunni samþykkir þú að fyrirtækið geti sagt upp samningi og takmarkað, stöðvað eða sagt upp þátttöku viðskiptavinarins í prógramminu án endurgreiðslu á námskeiðsgjaldinu, ef viðskiptavinurinn sýnir truflandi hegðun gagnvart fyrirtækinu eða öðrum þátttakendum á námskeiðinu. Þetta á einnig við ef um brot á skilmálum er að ræða. 

Úrlausn deilumála
Ef ágreiningur leysist ekki með samningaviðræðum milli aðila má senda ágreining vegna samnings þessa til sáttamiðlunar eða dómstóls.

Athugið
Tilkynning um ágreining milli aðila skal afhenda persónulega eða senda með pósti, ábyrgðarpósti eða staðfesta sendingu með kvittun.

Óviðráðanlegar aðstæður (force majeure)
Ef fyrirtækið eða samstarfsaðilar þess eru hindraðir í að veita þjónustu vegna óviðráðanlegra aðstæðna, svo sem vegna náttúrhamfara, jarðskjálfta, eldsvoða, eða af öðrum ástæðum er fyrirtækið undanþegið allri ábyrgð.

Heimilisfang og tengiliðir fyrir fyrirtækið:

Nafn og heimilisfang: 
María Þórðardóttir
Njordveien 37
4028 Stavanger
Noregur

Netfang: [email protected]