Persónuverndaryfirlýsing

Persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga á netinu


Þessi persónuverndaryfirlýsing gildir fyrir vefsíðu IOPT á Íslandi. Ábyrgðaraðili síðunnar ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga sem safnað er á vefsíðunni: www.iopt.is

Dæmi um persónuupplýsingar sem safnað er:

  • Nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.
  • Notkun á vefsíðunni, s.s. hvaða undirsíður eru heimsóttar, stillingar vafra, rakningar tölvupósts og IP-tala.
  • Athugasemdir og athafnaskrá frá námskeiðsgátt (eftir innskráningu).

Upplýsingasöfnun:
Upplýsingum er safnað gegnum skráningarsíðu á vefsíðu okkar. Valfrjálst er að veita þessar upplýsingar. Ef þú velur að láta ekki þessar upplýsingar í té getur það leitt til þess að við getum ekki veitt þér aðgang að tiltekinni vöru/þjónustu.

Dæmi um upplýsingaform:

- "Bókaðu tíma" (eyðublað) eða skráning.

- Skráning á námskeið, vefnámskeið o.fl.
- Niðurhal á t.d. rafbók, handbók, verkefnum o.fl.

- Kaup á námskeiðum, þjónustu eða vörum á vefsíðu okkar.

- Skráning athugasemda.

Tilgangur upplýsingasöfnunar:

- Að geta veitt aðgang að vörum okkar og þjónustu.

- Að geta sent út viðeigandi upplýsingar.

- Að geta haft samband og boðið upp á vörur okkar og þjónustu.

Byggt á þeim upplýsingum sem þú skráir hjá okkur, munum við geta boðið þér ráð, leiðbeiningar osfrv. ásamt því að veita þér upplýsingar um þær vörur/þjónustu sem henta þér best. Gögnin sem við geymum eru eingöngu byggð á þeim upplýsingum sem þú gefur okkur af fúsum og frjálsum vilja og við sækjum ekki upplýsingar frá þriðja aðila.

Vistun upplýsinga:
Upplýsingar eru fengnar gegnum heimasíðuna www.iopt.is. Þær eru vistaðar í CRM kerfinu okkar í Kajabi og Calendly, sem eru kerfin sem við notum til að geyma gögn viðskiptavina okkar og virkja sjálfvirk markaðssamskipti.

Upplýsingarnar eru geymdar þar til þú óskar eftir því að þeim verði eytt, eða eftir að þær hafi verið óvirkar í 2 ár.

Svona geturðu eytt persónulegum gögnum þínum:
Upplýsingum er eytt sé þess óskað með því að hafa samband með tölvupósti á [email protected]

Miðlun upplýsinga til þriðja aðila?
Persónuupplýsingunum er einungis deilt með undirverktökum okkar sem halda utan um bókhalds- og greiðsluþjónustu okkar, þannig að þær fari fram á öruggan hátt.

Réttindi
Sem notandi vefsíðu okkar áttu rétt á aðgangi að persónuupplýsingum þínum og þú átt rétt á að vita hvernig unnið er með þær. Þú getur einnig krafist leiðréttinga, eyðingar og takmarkana á vinnslu persónuupplýsinga sem við geymum um þig. Þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er og öllum gögnum um þig verður eytt að undanskildu því sem krafist er samkvæmt t.d. bókhaldslögum ef þú ert greiðandi viðskiptavinur.

Ef þú hefur kvartanir varðandi hvernig unnið hefur verið með persónuupplýsingar þínar eða hvernig þær eru vistaðar, eða þú telur að við höfum ekki virt réttindi þín í tengslum við íslensk persónuverndarlög bendum við á https://www.personuvernd.is/

Undantekning
Gögn sem geymd eru í tengslum við kaup á vöru/þjónustu eru varðveitt í samræmi við gildandi bókhaldslög.

Frekari upplýsingar:
Tölvupóstur: [email protected]